Landnámslagið.

Submitted by eik on fös, 12/13/2019 - 14:25

Á vef Náttúrfræðistofnunar er að finna eftirfarandi:

Við landnám var víðfeðmt lón á Veiðivatnasvæðinu sem nefnt hefur verið Langalón. Árið 871 opnaðist að minnsta kosti 42 km löng gossprunga í Langalóni í Veiðivatnagosreininni og náði gossprungan suður í Torfajökulssvæðið. Í Langalóni kom upp mikið magn af basaltgjósku sem myndar hina feiknastóru gíga sem nú heita Vatnaöldur. Í Torfajökli gaus hins vegar líparíti, bæði gjósku og hrauni. Þar rann Hrafntinnuhraun. Í þessu gosi myndaðist þekkt öskulag sem kallað hefur verið Landnámslagið, en það markar upphaf sögulegs tíma á Íslandi. Óvissa aldursgreiningarinnar er aðeins tvö ár til eða frá, en ártalið er fengið úr ískjarna frá Grænlandsjökli.

Efnisorð