Beit

Uppblástur

Submitted by eik on fös, 12/13/2019 - 11:07

Þar sem jörð er þurr og gróðurþekja veik, þarf ekki mjög mikinn vind til að jarðvegur fari að fjúka.  Moldin stöðvast gjarnan þar sem er betur gróið eða væta. Fínasta efnið fýkur þó oft á haf út. Áfok veldur því að jarðvegur þykknar miklu hraðar en ella. Rannsóknir á öskulögum og frjókornum í jarðvegi og botni stöðuvatna gefa glögga myndi af þróun gróðurs á Íslandi síðan síðasta jökulskeiði ísaldar lauk fyrir um tíu þúsund árum. Fljótlega eftir að ísaldarjökullinn bráðnaði, varð landið þakið víði. Birki kom í kjölfarið.

Efnisorð